Hvorki virðist ganga né reka í samningaviðræðum Eimskipa og Vegagerðarinnar vegna aukaferða Herjólfs á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.
Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips, segir útlitið svart og Vegagerði hafi lítið komið til móts við félagið samningaviðræðunum.
Eimskip skilaði inn nýju tilboði í rekstur aukaferðanna síðastliðinn föstudag og hefur Vegagerðin alfarið hafnað því tilboði en viðræður eru enn í gangi.