Hendur standa svo sannarlega fram úr ermum í Kópavoginum enda verður mikið um dýrðir í bænum annað kvöld. Þá fagnar Ungmennafélag Íslands 100 ára afmæli sínu með stærsta landsmóti sem haldið hefur verið hér á landi. 500 sjálfboðaliðar vinna við mótið en gert er ráð fyrir um 4-6 þúsund keppendum
Björn Hermannsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins, segir ástæðuna fyrir risalandsmóti vera þrennskonar; Um hefðbundið landsmót sé að ræða, fagnað verður 100 ára afmæli UMFÍ og í tilefni landsmótsins haldi Kópavogsbær stóra fjölskylduhátíð. Allt renni þetta í eitt og myndi vegleg hátíðarhöld fyrir alla fjölskylduna. Hann gerir ráð fyrir um 4-6 þúsund keppendum og segir að vel hafi gengið að fá 500 sjálfboðaliða þurfi til að vinna öll þau störf störf sem tengjast mótinu.
Björn segir UMFÍ reyna að fá almenning til að taka þátt í landsmótinu, meðal annars með því að kynna nýjar keppnisíþróttir sem allir geti tekið þátt í. Aðspurður um hvort gamli, góði ungmennafélagsandinn glatist ekki við þvílíkt umfang og fjölda keppenda, segir Bjarni svo ekki vera. Allir geti verið með að þessu sinni líkt og fyrir 100 árum.
Heimasíða Ungmennafélags Íslands