Tjörublæðingar á Þingvallavegi

Miklar tjörublæðingar eru nú á Þingvallavegi, frá Vinaskógi að Grafningsvegamótum. Vegagerðin biður fólk að aka þar á undir fimmtíu kílómetra hraða. Guðmundur Vignir Þórðarson yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni sagði að trúlegast væri um tilraunakafla að ræða og verið væri að bera sand í vegakaflann en hann telur að hitanum sé um að kenna.

„Þetta er mjög leiðinlegt en þetta getur gerst þegar hitinn er kominn upp í 23 gráður, við erum að bera sand í þetta og hægja á umferðinni," sagði Guðmundur Vignir. Hann taldi að vandinn myndi ekki leysast að fullu fyrr en sólin tæki að ganga til viðar og yfirborð vegarins færi að kólna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert