Uppboð til styrktar náttúruverndarráðstefnu

Listasýningin Að hrökkva eða stökkva hófst í gær. Á morgun verður haldið uppboð á verkum sýningarinnar og gefst áhugasömum tækifæri til þess að kynna sér verkin og höfundana klukkutíma áður en uppboð hefst. Listamennirnir gáfu verk sín til uppboðsins og rennur ágóðinn til ráðstefnunnar „Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna“, sem haldin verður næstu helgina. Þar munu sérfræðingar og fulltrúar baráttusamtaka frá fimm heimsálfum fjalla um hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna.

Listamennirnir sem gefa verk til uppboðsins eru þau Áslaug Thorlacius, Birgir Andrésson, Eggert Pétursson, Erling Klingenberg, Eygló Harðardóttir, Gaga Skorrdal, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristinn G. Harðarson, Kristinn E. Hrafnsson, Kristín Reynisdóttir, Magdalena Kjartansdóttir, Magnús Pálsson, Ólafur Lárusson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sigrid Valtingojer og Þórdís Alda Sigurðardóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert