Vill láta athuga millilandaflug frá Þingeyrarflugvelli

Þingeyrarflugvöllur.
Þingeyrarflugvöllur. mynd/bb.is

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, vill skoða þann möguleika að ríkissjóður stuðli að millilandaflugi með sjávarafurðir frá Akureyri, Egilsstöðum og Þingeyri.

Kristján segir að það þurfi að gefa fyrirtækjum í sjávarútvegi kost á að koma afurðum sínum á markaði án þess að þeim sé öllum keyrt til Keflavíkur.

„Þetta mun lækka kostnað fyrirtækjanna og létta á vegakerfinu. Það er grundvallaratriði í því sem er að koma upp með þorskstofninn núna að við gerum sem mest verðmæti úr afurðunum og útflutningur á ferskum flökum er eitt af því“, segir Kristján.

Hann segist ekki þekkja til tæknilegra hliða mála en segir að millilandaflugvélar sem taka á loft frá Akureyri þurfi að millilenda á Egilsstöðum. „Brautin á Akureyri er of stutt og vélarnar geta ekki tekið á loft með fulla tanka af bensíni. Því þarf að lenda á Egilsstöðum og taka meira bensín, þetta er aukakostnaður sem fyrirtækin bera.“

Kristján hefur heyrt af umræðu um millilandaflug frá Þingeyri og segir nauðsynlegt að skoða það með opnum huga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert