Það hefur verið mikið ritað og rætt um næsta laugardag og þá helst í ljósi þess að óvenjumörg pör hyggjast gifta sig þann dag. Enda þykir fýsilegt að gifta sig þegar dagsetninguna ber upp á 07.07.07. enda talan sjö oft talin heilög tala sem færi gæfu. En er það virkilega svo?
Fréttavefur Morgunblaðsins leitaði upplýsinga hjá talnaspekingnum og miðlinum Hermundi Rósinkranz sem segir töluna sjö ekki boða sérstaka gæfu né hamingju. Að hans mati skiptir meira máli hvort vinátta og virðing sé undirstaða hjónabandsins.