Börn nota hlutfallslega mest af af pensilínlyfjum

Börn nota hlutfallslega mest af pensilínlyfjum hér á landi en 60–65% barna á aldrinum 0–4 ára hafa fengið pensilín einu sinni eða oftar. Heildarsala sýklalyfja, jókst um 1,8% milli áranna 2005 og 2006 en mest er ávísað á pensilínlyf.

Fram kemur í ársskýrslu landlæknisembættisins fyrir árið 2006, að skýrslugerð um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi hafi byrjað í fyrra og byggist hún á upplýsingum úr lyfjagagnagrunni landlæknis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert