Ellefu greindust með HIV-smit á síðasta ári

Ellefu sjúklingar greindust með HIV sýkingu hér á landi á síðasta ári, átta karlar og þrjár konur. Tveir karlar og ein kona greindust með alnæmi og einn karlmaður lést af völdum sjúkdómsins á árinu. Landlæknisembættið segir að þessar tölur bendi til þess að HIV-sýking og alnæmi sé enn sjaldgæfur sjúkdómur hér á landi en þó landlægur.

Fram kemur í ársskýrslu embættisins, að ef litið sé til þeirra hópa, sem stundi áhættuhegðun, megi sjá að hlutur gagnkynhneigðra fer vaxandi ár frá ári. Hafa verði í huga, að helmingur þeirra sem greinast sé af erlendu bergi brotninn og margir þeirra komi frá svæðum þar sem útbreiðsla HIV-smits sé algeng meðal gagnkynhneigðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka