Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna er yfirskrift ráðstefnu sem samtökin Saving Iceland standa fyrir nú um helgina. Fjöldi innlendra fyrirlesara sem hafa barist gegn frekari stóriðjuframkvæmdum taka til máls,en líka erlendir fulltrúar félagasamtaka sem berjast gegn stóriðju víða um heim. Sigurður Harðarson, einn skipuleggjanda, segir þörfina á umræðu um virkjanir enn til staðar þrátt fyrir að stærsta stífla og virkjun í sögu Íslands að Kárahnjúkum sé risin og starfssemi hafin í álverinu í Reyðarfirði.
Fulltrúar grasrótarhreyfinga um allan heim ætla að styrkja tengslin sín á milli um helgina. Saga Ásgeirsdóttir, segir að áhugi erlendra aðgerðasinna á íslenskri stóriðju fari ekki dvínandi. Þeir taki þátt í skipulagningu mótmælendabúða sem komið verður á fót í sumar og að hennar sögn er ekki um hættulegt fólk að ræða, eins og sumir vilja meina.
Sigurður bendir ennfremur á áhugi á stóriðju sé alþjóðlegur því umhverfismál séu hnattræn og hingað komi fólk frá Indlandi, Brasilíu og Trinidad og Tóbakó sem hafi skoðun á stóriðju. „Þar eru sömu fyrirtæki að störfum og hér,svo þetta er hnattræn barátta"