Lögreglan á Akureyri stöðvaði ítalskan ferðamann á fimmtugsaldri í dag ók hann á bílaleigubíl á 171 km hraða í Hörgárdal. Hann var látinn greiða 112.500 króna sekt á staðnum og var jafnframt sviptur ökuleyfinu á staðnum.
Að sögn lögreglu gátu ferðafélagar hans tekið við akstrinum. Bílstjórinn mun ekki hafa verið sérlega óánægður með að þurfa borga sektina, en öllu verra fannst honum að sögn lögreglu að missa ökuskírteinið.