Fjöldi unglinga stefnir á Írska daga

Frá Írskum dögum í fyrra.
Frá Írskum dögum í fyrra. mbl.is/Sigurður Elvar

Írskir dagar hefjast á morgun á Akranesi og undirbýr lögreglan sig í samstarfi við Hjálparsveitir undir mikla aðsókn. „Við erum með mikinn viðbúnað og fáum liðsstyrk úr Reykjavík því við teljum að sms-helgin svokallaða sem átti að vera um síðustu helgi hafi misfarist og við höfum haft njósnir af því að nú stefni unglingarnir hingað á laugardaginn," sagði Sigurður Halldórsson varðstjóri á Akranesi í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Sigurður sagði að hann ætti von á fjölmenni á hátíðina og hefur verið kallað út sérstakt 25 manna lið dyravarða til að sjá um gæsluna á svokölluðu Lopapeysuballi en á það telur hann sig hafa heimildir fyrir að unglingar stefni á í stórum stíl og að sms skilaboð þess efnis gangi nú manna á milli í höfuðborginni.

„Það kom okkur á óvart hvað við fengum á okkur marga unglinga á hátíðina í fyrra og því verður viðbúnaðurinn mikill í ár," sagði Sigurður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert