Hundrað ára afmæli UMFÍ fagnað

Gunnar Birgisson heiðraður.
Gunnar Birgisson heiðraður. mbl.is/Jón Kristján Sigurðsson

Sögusýning Ungmennafélags Íslands var opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í kvöld en UMFÍ fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári. Sýningin verður opin næstu fjórar vikur. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, sæmdi í kvöld Gunnar Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi, gullmerki félagsins.

Gunnar er formaður landsmótsnefndar og hefur stýrt undirbúningi 25. Landsmóts UMFÍ, sem er að hefjast í Kópavogi í kvöld.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði sögusýninguna í Gerðarsafni en einnig fluttu ávörp Björn B. Jónsson og Gunnar Birgisson.

Björn B.Jónsson, formaður UMFÍ, Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðurmaður Gerðarsafns, Ólafur Ragnar …
Björn B.Jónsson, formaður UMFÍ, Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðurmaður Gerðarsafns, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. mbl.is/Jón Kristján Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert