Í gæsluvarðhald fyrir að áreita stúlkubörn

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði nú síðdegis karlmann á fertugsaldri í gæsluvarðhald til 13. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um að hann hefði beitt fjórar stúlkur á aldrinum 6 til 11 ára kynferðislegri áreitni.

Maðurinn var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi þar sem hann hafði lokkað til sín börn með því að nota hamstra til að sýna þeim að sögn lögreglunnar.

Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður en talið er að hann sé andlega vanheill. Gæsluvarðhaldskrafan var sett fram vegna rannsóknarhagsmuna. Engar játningar liggja fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert