Mál meints hryðjuverkamanns til skoðunar hjá ríkislögreglustjóra

Yfirvöld á Bretlandi og Indlandi fylgjast nú með flugskráningum
Yfirvöld á Bretlandi og Indlandi fylgjast nú með flugskráningum AP

Páll E. Winkel, aðstoðarríkislögreglustjóri, segir að greiningardeild ríkislögreglustjóra sé með mál verkfræðinema frá Indlandi til skoðunar en eins og Fréttavefur Morgunblaðsins greindi frá í morgun leitar lögreglan í Bretlandi verkfræðinema frá Indlandi í tengslum við misheppnuðu hryðjuverkaárásirnar sem gerðar voru í Lundúnum og Glasgow síðustu helgi.

Maðurinn, sem heitir Kafeel Ahmed, er jafnvel talinn vera staddur í fríi á Íslandi, en ekki hefur náðst í hann, sagði í frétt indverska dagblaðsins The Hindu í gærkvöldi.

Páll sagðist ekki geta tjáð sig frekar um málið við fjölmiðla að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert