Meintur hryðjuverkamaður hringdi frá Íslandi

Sprengjuárás á flugstöð í Glasgow. Hugsanlegt er að hryðjuverkamaðurinn hafi …
Sprengjuárás á flugstöð í Glasgow. Hugsanlegt er að hryðjuverkamaðurinn hafi verið á Íslandi. Reuters

„Það verður ekki hægt að ná í mig í viku, hvorki í tölvupósti eða síma," sagði Kafeel Ahmed sem breska lögreglan telur að sé hinn grunaði hryðjuverkamaður sem er mjög illa brenndur og var handtekinn í Glasgow eftir að hafa keyrt logandi bíl á flugstöð. Dagblaðið The Times of India hefur eftir móður hans að símtalið hafi komið frá Íslandi.

„Ég er að vinna að stóru en leynilegu verkefni. Það tengist hlýnun jarðar... Ég mun þurfa að ferðast mikið í tengslum við það," segir móðir hans að hann hafi sagt við hana áður en hann lagði upp í ferðalag til Bretlands 5. maí.

Í símtalinu frá Íslandi mun hann hafa sagt að nú væri sá tími kominn sem hann sagði þeim frá og að þær ættu ekki að hafa áhyggjur þó að hann myndi ekki hafa samband næstu vikuna.

Samkvæmt The Times of India hefur lögreglan í Bretlandi ekki staðfest að maðurinn sem ók á flugstöðina sé Kafeel Ahmed en blaðið staðhæfir að yfirvöld öryggismála virðist viss um að svo sé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka