Minningarsjóður um Susie Rut

Susie Rut Einarsdóttir
Susie Rut Einarsdóttir

Vinir Susie Rutar Einarsdóttur undirbúa nú fjársöfnun til að koma á fót minningarsjóði um hana. Sjóðnum er ætlað að styrkja forvarnastarf og baráttuna gegn fíkniefnum.

Bolli Thoroddsen er einn þeirra sem standa að stofnun sjóðsins. "Við vinir hennar, sem þurftum að horfa upp á þessa ungu, frábæru, bráðgáfuðu stelpu deyja svona um aldur fram, tókum þá ákvörðun fyrir nokkrum dögum að fara í þessa söfnun."

Susie Rut lést 18. júní síðastliðinn eftir að hafa tekið of stóran skammt eiturlyfja. Hún átti við fíkniefnavanda að stríða á unglingsárunum, en hafði verið laus við þann vanda í næstum fjögur ár. Hún komst yfir eiturlyfin hjá sjúklingi á Landspítalanum, þar sem hún var í læknismeðferð vegna óskyldra veikinda.

Ekki hefur verið ákveðið til hvaða verkefna fénu verður varið, en hópurinn sem stendur að sjóðnum hyggst funda með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í dag til þess að glöggva sig á því hvar þörfin er brýnust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert