Norræn samtök um útgerð sett á fót

Fagsamtök útgerða ákváðu á ráðherrafundi í Bjørneborg að setja á stofn norræn fagsamtök. Pétur Bjarnason frá Fiskifélagi Íslands, sem er einn af upphafsmönnunum, býst við að samtökin geti orðið vettvangur fyrir samstarf fagsamtakanna og muni styrkja samstarfið við Norrænu ráðherranefndina og Norðurlandaráðs. „Við erum sammála um að nýju samtökin geti orðið til þess að samstarf aukist í fiskveiðageiranum á Norðurlöndum og að hann styrkist", segir Pétur Bjarnason.

Á námstefnu sem nefndist „Ímynd fiskveiða" og haldin var í Bjørneborg í Finnlandi kom fram að mörg verkefni biðu nýrra norrænna samtaka. Fagsamtökin í löndunum munu funda aftur í haust til að ganga frá stofnun heildarsamtakanna, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert