Fimm íslenskir stoðtækjanotendur munu í dag, fimmta júlí, fá háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri til að auðvelda þeim að hreyfa sig reglulega og njóta lífsins betur, að því er segir í fréttatilkynningu.
„Miklar framfarir í tækninni og hönnun á gervifótum hefur gert það að verkum að það er auðveldara nú en áður að útbúa hlaupafætur á notendur til almennrar íþróttaiðkunar. Af þessu tilefni mun Össur hf. halda námskeið til að kenna notkun á þessum fótum og gefa 5 Íslendingum á aldrinum 30-40 ára fætur til íþróttaiðkunar ásamt árskorti í líkamsrækt," samkvæmt tilkynningu.