Fyrsti fundur aðila að samráðsvettvangi um efnahagsmál var haldinn í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, stýrði fundinum en auk hans sátu fundinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra og fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, BSRB og BHM.
Rætt var um tilhögun samráðsins, almennar efnahagshorfur, aflasamdrátt og mótvægisaðgerðir, málefni Íbúðalánasjóðs og komandi kjarasamninga.