Björn Bjarnason: „Taka þarf vinnureglur til endurskoðunar"

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir alla vera sammála um að taka þurfi vinnureglur í málum á borð við mál Söru Lindar Eggertsdóttur til endurskoðunar. Hæstiréttur sýknaði ríkið af skaðabótakröfum forráðamanna stúlkunnar en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að réttindi stúlkunnar voru brotin.

Úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu um að Sara Lind Eggertsdóttir, sem veiktist strax eftir fæðingu 1998, skuli fá tæpar 6,4 milljónir í skaðabætur hefur vakið mikla athygli. Mannréttindadómstóllinn úrskurðaði að dómur Hæstaréttar um að sýkna íslenska ríkið af skaðabótakröfum forráðamanna stúlkunnar, hefði brotið á réttindum stúlkunnar.

Dómur Hæstaréttar byggði einkum á umsögn læknaráðs sem Mannréttindadómstóllinn dregur í efa að geti verið hlutlaust í umfjöllun sinni. Í úrskurði dómstólsins eru lög um læknaráð gagnrýnd. Aðspurður um hvort lögin um læknaráð frá árinu 1943 séu ekki orðin úrelt, sagði dómsmálaráðherra að það væri ekki á hans forræði að meta það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka