Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir ákvörðun sína um niðurskurð þorsksaflans á næsta fiskveiðiár niður um 63 þúsund tonn, gríðarleg vonbrigði. Aðspurður hvort þetta séu afleiðingar misheppnaðs fiskveiðistjórnunarkerfis, segir hann að ákvörðunin sýni fyrst og fremst afleiðingar þess að ekki hafi tekist að viðhalda stærð þorskstofnsins eins og yfirvöld hafi ætlað sér.