Tadashi Arashima, forstjóri Toyota í Evrópu, afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, nýjan bíl af gerðinni Lexus LS600h, sem er búinn svonefndu hybrid-kerfi, þ.e. bæði rafmótor og bensínvél. Bíllinn er þannig gerður, að unnt er að aka honum á rafmótor einum allt að 60-70 km hraða á klst. Þá er bíllinn hljóðlaus og laus við útblástur og mengar þar af leiðandi ekki umhverfið.