Greiningardeild Landsbankans segir ákvörðun sjávarútvegsráðherra skynsamlega

Reuters

Að mati Greiningardeildar Landsbankans er ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að ganga alla leið og miða þorskkvótann við tillögu Hafrannsóknarstofnunar mjög skynsamleg. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Þar með skapast forsendur fyrir því að byggja stofninn hratt upp og lágmarka skerðingaráhrifin til lengri tíma. Á sama hátt má réttlæta mótvægisaðgerðirnar með því að kvótaskerðingin byggir á vísindalegri ráðgjöf en ekki byggðapólitík, að því er segir í Vegvísi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert