LÍÚ: Breytt gengisstefna það eina sem getur mildað áfallið

Friðrik Arngrímsson
Friðrik Arngrímsson

Friðrik Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Land­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna (LÍÚ), seg­ir ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar um þorskafla næsta fisk­veiðiárs ekki koma á óvart eft­ir umræður und­an­far­inna daga. „Þetta verður gríðarlega erfitt en við eig­um eft­ir að kom­ast í gegn um þetta. Þetta mik­ill sam­drátt­ur á eft­ir að hafa veru­leg áhrif og koma niður á fyr­ir­tækj­um, starfs­fólki og byggðalög­um. Það er bara staðreynd máls­ins,” sagði hann er blaðamaður mbl.is ræddi við hann eft­ir að ákvörðunin var kynnt í morg­un. „Málið myndi kannski horfa öðru vísi við ef við byggj­um í eðli­legu geng­is­um­hverfi en það ger­um við ekki."

„Við höfðum lagt til að kvót­inn yrði lækkaður í 155 til 160 tonn og finnst því of langt gengið. Sér­stak­lega þegar tekið er til­lit til þess að á sama tíma búum við við hand­stýrða há­geng­is­stefnu sem rek­in er í gegn­um há­vaxta­stefnu Seðlabank­ans. Hún kem­ur niður á sjáv­ar­út­vegi, iðnaði, ferðaþjón­ustu og öll­um sam­keppn­is­rekstri og úr því sem komið er virðist mér breytt geng­is­stefna vera eina hugs­an­lega leiðin til að milda áfallið.”

Friðrik seg­ir ákvörðun um veru­lega lækk­un þorskkvóta þó hafa legið í loft­inu og þar sem út­vegs­menn hafi átt marga fundi um málið með full­trú­um yf­ir­valda und­an­farna daga hafi sú ákvörðun sem kynnt var í dag ekki beint komið þeim á óvart. „Við telj­um hins veg­ar að betra hefði verið að taka þetta í minni skref­um,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert