Ók á hús nágrannans

Ökumaður fólks­bif­reiðar fékk mikið hóstak­ast er hann bakkaði bif­reið út úr inn­keyrslu við íbúðagötu í Reykja­nes­bæ um klukk­an 4 í dag. Í hóstakast­inu steig ökumaðurin fast á bens­ín­gjöf­ina með þeim af­leiðing­um að bíll­inn bakkaði á skjól­vegg í garði ná­granna. Skjól­vegg­ur­inn gaf und­an og stöðvaðist bíll­inn loks á hús­horni. Að sögn lög­reglu gengu hús­vegg­ir inn og rúður brotnuðu en ekki urðu meiðsl á fólki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert