Ökumaður fólksbifreiðar fékk mikið hóstakast er hann bakkaði bifreið út úr innkeyrslu við íbúðagötu í Reykjanesbæ um klukkan 4 í dag. Í hóstakastinu steig ökumaðurin fast á bensíngjöfina með þeim afleiðingum að bíllinn bakkaði á skjólvegg í garði nágranna. Skjólveggurinn gaf undan og stöðvaðist bíllinn loks á húshorni. Að sögn lögreglu gengu húsveggir inn og rúður brotnuðu en ekki urðu meiðsl á fólki.