Sævar: Komið til móts við alla aðila nema sjómenn

mbl.is

Sæv­ar Gunn­ars­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, seg­ir ein­kenni­legt að í þeim mót­vægisaðgerðum sem rík­is­stjórn­in kynnti í morg­un, vegna skerðing­ar á þorskskvóta, séu sjó­menn hvergi nefnd­ir á nafn. „Það er talað um sér­tæk­ar aðgerðir til að auðvelda út­gerðarmönn­um, fisk­verka­fólki og sveita­stjórn­um áfallið en ekki minnst einu ein­asta orði á þá stétt sem verður fyr­ir mestu skakka­föll­un­um vegna afla­skerðing­ar­inn­ar þ.e.a.s. sjó­menn," sagði hann er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í dag. „Þetta sýn­ir bara hvaða hug þess­ir menn bera til sjó­manna."

Sæv­ar sagði ákvörðun um afla­skerðingu ekki hafa komið sjó­mönn­um á óvart þar sem slík ákvörðun hafi legið í loft­inu frá því skýrsla Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar um ástand þorsk­stofns­ins var birt. Ákvörðunin þýði hins veg­ar ótví­ræða tekju­skerðingu fyr­ir sjó­menn og að það viðhorf stjórn­valda sem skýrt hafi komið fram í morg­un sé eins og salt í sár­in fyr­ir sjó­menn.

Sævar Gunnarsson.
Sæv­ar Gunn­ars­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert