Þyrlur Landhelgisgæslunnar björguðu í morgun þremur mönnum úr báti sem sat fastur í ís við Austurströnd Grænlands. Björgunarstöð Grænlands í Grænadal sendi leitarbeiðni þegar báturinn hafði setið vélavana, fastur í ís, í fimm daga og vatn farið að flæða inn í vélarúm hans. Báðar Super Puma-þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað og gekk leitin ágætlega. TF-LÍF fann bátinn kl. 4:20 í morgun og flutti mennina þrjá heila á höldnu til Kulusuk.
Mennirnir höfðu ekki getað staðsett bátinn, en hann hafði setið fastur í ísnum í fimm daga auk þess sem vél hans biluð. Óskað var eftir hjálp Gæslunnar þegar sjór tók að flæða inn í vélarrúmið.
Verið er að fylla þyrlurnar TF-LÍF og TF-BRÁ af eldsneyti í Kulusuk áður en þær snúa aftur til landsins.