Í morgun varð vart við mikinn leka út heitavatnslögn sem tengist dælustöð við Eyrarland í Fossvogi. Lokað hefur verið fyrir rennsli um lögnina og er bilunarinnar nú leitað. Af þessum sökum er heitavatnslaust í nærliggjandi hverfum í Fossvogi og má gera ráð fyrir að svo verði fram eftir degi.