Heitt vatn komið á í Fossvoginum

Frá Eyrarlandinu í dag
Frá Eyrarlandinu í dag

Verið er að hleypa heitu vatni aftur á heitavatnsæð í Eyrarlandi í Fossvogi eftir að viðgerð á æðinni lauk um níuleytið í kvöld. Um fimmtán sentímetra rifa hafði komið á rörið vegna tæringar og fossaði vatn þar út um stokkana.

Erfitt reynist að finna skemmdina, en það tókst að lokum og er vonast til að fullur þrýstingur verði kominn á um kl. 22:00, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert