Mikill erill var hjá lögreglu á Akranesi í nótt og eru allar fangageymslur í bænum troðfullar. Þá fór nokkur fjöldi manna þar inn og út aftur þegar þeim hafði tekist að róa sig niður þar sem ekki voru aðstæður til að halda þeim.
Stórdansleikur fór fram á Akraborgarbryggju og fór hann sérlega vel fram að sögn lögreglu. Á tjaldstæði bæjarins var hins vegar mikil ölvun og mikið um ryskingar og læti. Lögregla hafði því svo að segja stanslausa viðverðu á tjaldstæðinu auk þess sem hún stöðvaði nokkra ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur og akstur undir áhrifum annarra fíkniefna. Þá komu tíu fíkniefnamál upp í bænum og á eftir að ganga frá kærum í nokkrum þessara mála.
Einnig er líklegt að kært verði vegna nokkurra líkamsárása en ein kæra vegna líkamsárásir hefur þegar verið lögð fram. Í engu tilfelli er þó um nauðgun að ræða. Í dag fer fram fram svokallaður Leikjadagur á Akranesi og vonast lögregla til að aflappaðri og ánægjulegri stemning fylgi honum en skemmtunum næturinnar.