FÍA féllst á samkomulag við Icelandair

Sæst var á samkomulag milli FÍA og Icelandair.
Sæst var á samkomulag milli FÍA og Icelandair.

Fé­lags­fund­ur Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (FÍA) samþykkti í kvöld að sætt­ast á niður­stöður í viðræðum FÍA og Icelanda­ir sem kom­ist var á skömmu fyr­ir fund­inn. Icelanda­ir féllst á að draga til baka upp­sagn­ir 11 fa­stráðinna flug­manna.

Kjara­samn­ing­ur kveður á um að flug­menn Flug­leiða (nú Icelanda­ir) hafi for­gang að flug­verk­efn­um á veg­um fé­lags­ins á hverj­um tíma bæði inn­an­lands sem utan. Jó­hann­es Bjarni Guðmunds­son, formaður FÍA seg­ir að vissu­lega sé um gam­alt ákvæði að ræða en það sé enn í fullu gildi.

„Sæst var á að taka upp viðræður um for­gangs­rétt­ar­á­kvæðið og að leita leiða sem skapi áfram­hald­andi sókn í er­lendri leiguflugs­starf­semi Icelanda­ir með flug­mönn­um Icelanda­ir,“ sagði Jó­hann­es Bjarni.

Um hundrað manns mættu á fund­inn og voru fund­ar­menn þokka­lega sátt­ir við niður­stöðuna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert