Goslokahátíð í Eyjum heppnaðist vel

Helgistund var við rætur Eldfells í Vestmannaeyjum í gær.
Helgistund var við rætur Eldfells í Vestmannaeyjum í gær. mbl.is/Sigurgeir

Vel heppnuð goslokahátíð í Vestmannaeyjum fór vel fram í góðu veðri með góðu fólki um helgina. Mjög margt var hægt að finna sér til skemmtunar, þar á meðal fjallgöngur og næturgleði í Skvísusundi þar sem söngur, dans og góður félagsskapur réðu för. Hátíðin hefur verið haldin árlega í júlíbyrjun undanfarin ár til að minnast þess að að Heimaeyjargosinu lauk formlega 3. júlí 1973.

Hátíðinni lauk í gær með hefðbundinni helgistund í Landakirkju og við rætur Eldfells og við stafkirkjuna á Skansinum var boðið upp á kaffi og súpu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert