Handtekin grunuð um fjársvik

Í síðustu viku var tæplega fertugur karlmaður og tvítug kona handtekin vegna gruns um um fjársvik í umdæmdi lögreglunnar á Selfossi. Maðurinn hafði á mánudeginum áður fundið peningaveski á Selfossi sem meðal annars innihélt greiðslukort.

Maðurinn tók út í þrígang tóbak og annan varning að verðmæti á sjöunda tug þúsunda í verslun í Hveragerði. Hlutur konunnar var sá að hún afgreiddi manninn í öll skiptin og henni var kunnugt um að hann var ekki að nota sitt eigið kort enda þekktust þau, samkvæmt dagbók lögreglunnar á Selfossi. Fólkið viðurkenndi bæði brot sín við yfirheyrslu og voru látin laus að lokinni yfirheyrslu. Málið verður sent til ákæruvaldsins að lokinni rannsókn, samkvæmt dagbók lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert