Hornfirðingar vilja Umhverfisstofnun til sín

Bæj­ar­ráð Horna­fjarðar lýs­ir yfir þung­um áhyggj­um vegna af­leiðinga af hinni miklu kvóta­skerðingu fyr­ir næsta fisk­veiðiár. „Skerðing afla­heim­ilda hef­ur víðtæk­ar af­leiðing­ar á at­vinnu­líf Horn­f­irðinga, sjó­menn, fisk­verka­fólk, fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lag. Tekj­ur í sjáv­ar­út­vegi munu drag­ast veru­lega sam­an og störf tap­ast, í fisk­veiðum, fisk­vinnslu og af­leidd­um störf­um, seg­ir í bók­un bæj­ar­ráðs.

Árni Rún­ar Þor­valds­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Horna­fjarðar seg­ir nauðsyn­legt að bregðast við og kall­ar eft­ir mót­vægisaðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Ég er mjög áhyggju­full­ur því sam­drátt­ur í sjáv­ar­út­vegi mun hafa nei­kvæð áhrif hér á Hornafirði og störf munu tap­ast. Ég tel nauðsyn­legt að efla rann­sókn­ir og frum­kvöðla­starf­semi og ekki síst í því augnamiði að auka verðmæti sjáfar­af­urða. Ég nefni að hér í Nýheim­um er Frum­kvöðlaset­ur og starfs­stöð Matís sem hafa unnið gott starf en þessa hluti mætti efla til muna", seg­ir Árni í sam­tali við vef­inn horn.is.

Hann nefn­ir einnig Vatna­jök­ulsþjóðgarð sem gott tæki­færi til mót­væg­is við sam­drátt í sjáv­ar­út­vegi og fækk­un starfa. „Við vilj­um sjá að upp­bygg­ingu þjóðgarðsins verði flýtt og að hluti af starf­semi um­hverf­is­stofn­un­ar verði flutt­ur til Horna­fjarðar. Þetta er ráðstöf­un sem myndi virki­lega styðja við bakið á þjóðgarðinum og skapa störf hér í sveit­ar­fé­lag­inu til framtíðar", seg­ir Árni og bæt­ir því við að bæj­ar­ráð Horna­fjarðar muni fjalla um þetta mál á fundi sín­um í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert