Munu hjálpa þeim sem hafa sannanir fyrir kvótasvindli

Skip­stjóra- og stýri­manna­fé­lag Verðandi samþykkti álykt­un á stjórn­ar­fundi fé­lags­ins í dag, þar sem fé­lagið mót­mæl­ir harðlega ásök­un­um um kvóta­s­vindl sem birt­ust í Morg­un­blaðinu þann 4. júlí síðastliðinn.

Verðandi hvet­ur í álykt­un­inni alla þá sem tjáðu sig við Morg­un­blaðið til þess að færa fram sann­an­ir á máli sínu.

„Þögn um glæpi á ekki að líðast og þeir sem láta ekki vita af þeim, taka þátt í glæpn­um sjálf­um. Stjórn Verðanda hef­ur því ákveðið að hjálpa þeim mönn­um, með ein­hverj­um hætti, sem hafa sann­an­ir fyr­ir kvóta­s­vindli en þora ekki að koma fram af ótta við að yf­ir­völd ákæri þá,“ seg­ir í álykt­un Verðandi.

Að lok­um hvet­ur fé­lagið fjöl­miðlamenn til að koma þiggja boð Útvegs­bænda­fé­lags Vest­manna­eyja um að koma og fylgj­ast með hvernig staðið er að út­flutn­ingi á fersk­um fiski.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert