Allur almenningur er kominn með rafmagn á Austfjörðum en enn eru einhver vandamál hjá Alcoa Fjarðaáli, segir Þórhallur Hrafnsson, verkfræðingur hjá Landsneti. Komið er upp álag að hluta hjá álverinu en það er komið upp í það sem það var áður en rafmagnið fór af.
Rafmagnslaust varð á Austfjörðum í dag. Straumur komst fljótlega aftur á á Egilsstöðum og í öðrum bæjarfélögum.
Um 40 ker eru í gangi í álverinu og sögn Ernu Indriðadóttur, talsmanns Alcoa Fjarðaáls, geta þau verið 4 klukkustundir á rafmagns áður en málmurinn harðnar í kerjunum. Ef til þess kæmi myndi það valda álverinu miklu tjóni.