Sektaður fyrir að skjóta úr riffli

Héraðsdóm­ur Aust­ur­lands hef­ur sektað karl­mann um sjö­tugt um 100 þúsund krón­ur fyr­ir að skjóta úr 22 kalíbera riffli út um glugga á íbúð á Eg­ils­stöðum í átt að ketti sem var þar í garðinum. Riff­ill­inn var einnig gerður upp­tæk­ur.

Maður­inn játaði brot sitt fyr­ir dómi. Fram kom hjá hon­um við þing­fest­ingu máls­ins að um­rædd­ur riff­ill væri gam­all minja- og erfðagrip­ur og erfitt væri að miða og skjóta úr riffl­in­um.

Dóm­ur­inn seg­ir, að við ákvörðun refs­ing­ar sé litið til þess að veru­leg hætta gat stafað af hátt­semi manns­ins sér­stak­lega gagn­vart börn­um og dýr­um sem oft stytti sér leið um garða fólks. Þá sé litið til þess, að ráða hafi mátt af framb­urði manns­ins að um­rædd­ur riff­ill hafi ekki verið ör­ugg­ur.

Kött­ur­inn, sem maður­inn skaut að, fannst skömmu síðar dauður. Eig­andi katt­ar­ins krafðist upp­haf­lega 578 þúsund króna bóta en féll frá bóta­kröf­unni þegar málið var þing­fest.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert