Sjávarútvegsráðherra segir að tveir kostir hafi verið í boði

Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Kristinn Guðfinnsson

Sjávarútvegsráðherra hugleiddi tvo kosti í kvótamálinu fram á síðasta dag. Til greina kom að fara hálfa leið, færa kvótann niður í 150 þúsund tonn í stað 130 þúsund tonn líkt Hafrannsóknarstofnun lagði til. Þetta kom fram í viðtali við Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra í Morgunvakt Rásar 1 í morgun.

Ef kvótinn hefði verið ákveðinn 150 þúsund tonn hefði það haft í för með sér frekari niðurskurð á fiskveiðiárinu 2008 til 2009, að sögn Einars. Úr varð að þorskkvótinn varð skorinn niður í 130 þúsund tonn. Ráðherra leggur áherslu á að auka rannsóknir á fiskistofnum. Hann viðurkennir að ekki hafi verið lagt nóg fjármagn til hafrannsókna, samkvæmt því sem kemur fram á vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert