„Það vantar vatn“

Vatnsmagnið í Norðurá í Borgarfirði er sagt nálgast sögulegt lágmark, en ekkert hefur rignt á svæðinu svo vikum skiptir auk þess sem mikill hlýindakafli hefur staðið yfir.

Í dag var meðalrennslið í ánni um tveir og hálfur rúmmetri á sekúndu, en meðalrennslið er allajafna um og yfir 20 rúmmetrar á sekúndu. Þetta hefur haft talsverð áhrif á veiðina og eru veiðimenn orðnir langeygir eftir rigningu.

Í hádegi í dag var alls búið að veiða 175 laxa á þessu veiðitímabili miðað við um 800 laxa á sama tíma í fyrra. Það skal þó tekið fram að veiðin á síðasta ári var með óvenju góðu móti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert