Þurfti að hætta eftir tuttugu tíma sund

Benedikt Lafleur var að vonum þreyttur eftir sundið.
Benedikt Lafleur var að vonum þreyttur eftir sundið. mbl.is/Jón Svavarsson

Bene­dikt Laf­le­ur þurfti að hætta að sundi yfir Ermar­sund eft­ir rúm­lega tutt­ugu tíma sund um miðnætti í nótt að ensk­um tíma. Að sögn Bene­dikts var mjög leiðin­legt að þurfa að hætta þar sem hann var kom­inn mjög ná­lægt strönd Frakk­lands.

„Það munaði engu að við næðum þessu og sorg­legt að það tókst ekki," að sögn Bene­dikts þegar Frétta­vef­ur Morg­un­blaðsins náði sam­bandi við hann nú í morg­un. Bene­dikt átti eft­ir 4-5 sjó­míl­ur þegar hann hætti að synda í nótt.

Bene­dikt hóf sundið klukk­an 04:50 að staðar­tíma aðfar­arnótt sunnu­dags og seg­ist hann hafa lent í erfiðleik­um í byrj­un vegna velgju og sjógangs. Um miðbik ferðar­inn­ar gekk sundið vel en þegar Bene­dikt nálgaðist strend­ur Frakk­lands lenti hann í erfiðleik­um vegna þungra strauma auk þess sem hita­stig sjáv­ar var mjög lágt.

Ólík­legt að Bene­dikt geri aðra til­raun

„Það var mjög svekkj­andi að horfa til lands en straum­arn­ir voru mér and­snún­ir," seg­ir Bene­dikt.

Að sögn Bene­dikts von­ast hann til þess að sundið hafi vakið at­hygli á málstaðnum en til­gang­ur sunds­ins yfir Ermar­sund var að vekja at­hygli á man­sali í heim­in­um. Bene­dikt tel­ur ósenni­legt að hann muni gera aðra til­raun til þess að synda yfir Ermar­sund, að minnsta kosti á næst­unni.

Ann­ar ís­lensk­ur sund­garp­ur Bene­dikt Hjart­ar­son hyggst einnig freista þess að synda yfir Ermar­sund á næstu dög­um en hann er á eft­ir nafna sín­um í röðinni gagn­vart skipu­leggj­end­um slíkra sunda.

Leiðin yfir Ermar­sund, milli Do­ver á strönd Eng­lands til Cala­is í Frakklandi, er 32 km.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert