Riðuveiki fannst í kindarhræi á afrétti

Hvönn er víða að finna hér á landi.
Hvönn er víða að finna hér á landi. mbl.is/Ómar

Hafnar eru tilraunir til að ala íslensk lömb á hvönn til að kanna hvort hægt sé að bæta bragðgæði lambakjöts með því að gefa lömbunum bragðsterkan gróður í stað hefðbundinnar sumarbeitar. Ef verkefnið skilar jákvæðri niðurstöðu stendur til að selja lambakjöt sem bragðbætt hefur verið með þessum hætti.

Þetta kemur fram í nýjasta Bændablaðinu. Verkefnið er að frumkvæði Höllu Steinólfsdóttur og Guðmundar Gíslasonar, sauðfjárbænda að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Ætla þau að ala nokkur lömb í sumar í beitarhólfi þar sem hvönn er að finna.

Hjá Matís verður kannað hvaða áhrif hvannarbeit hefur á bragð kjötsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert