13 laxar á land á Selfossi

Kippur kom í stangaveiðina í Ölfusá á veiðisvæðunum á Selfossi í gær en þá komu alls 13 laxar og einn sjóbirtingur á land. Laxarnir voru frá 1,8 kg upp í 4,6 kíló. Þetta var því góður dagur hjá stangaveiðimönnum á Selfossi og ekki spillti veðrið því hitinn fór upp í 24 stig.

Þessi veiðikippur sýndi greinilega að það eru laxagöngur á ferð upp ána sem gefur veiðimönnum góða von og búast má við því að stíft verði staðið við veiðiskapinn á næstu dögum. 

Frá 16. júní hafa veiðst 29 laxar á svæðunum á Selfossi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert