Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði akstur sautján ökumanna um helgina vegna ölvunar við aksturinn. Þannig var einn stöðvaður á föstudag, átta á laugardag, sjö á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags.
Líkt og oft áður voru karlmenn í miklum meirihluta þeirra sem setjast undir stýri undir áhrifum. Alls voru fjórtán karlmenn teknir og á öllum aldri. Þrír voru undir tvítugu, fjórir á þrítugsaldri, fjórir á fertugsaldri, einn á sjötugsaldri og einn á áttræðisaldri. Sá síðastnefndi var meira að segja tekinn tvívegis. Konurnar voru 17, 19 og 22 ára.