32 km að baki í „Emmusundi"

Benedikt smurður fyrir sundið.
Benedikt smurður fyrir sundið. mbl.is/Jón Svavarsson

„Benedikt Hjartarson hefur lagt 32 km að baki á tíu klukkustundum en hann er að synda yfir Ermarsund. Sundið nefnir hann „Emmusund" í minningu bróðurdóttur sinnar, Emmu Katrínar Gísladóttur, sem lést úr krabbameini í maí sl.

Samkvæmt vef Benedikts er hiti sjávar 16,5 gráður en stysta leiðin yfir Ermarsund, milli Dover á Englandi og Calais í Frakklandi, 34 km. Gera má ráð fyrir að Benedikt þurfi að synda heldur lengri leið á ferðalagi sínu yfir Ermarsund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert