Á þriðja hundrað bifreiða varð fyrir barðinu á tjörublæðingu

Bílar hafa skemmst vegna tjörublæðingar
Bílar hafa skemmst vegna tjörublæðingar mbl.is/Skapti
Eftir Friðrik Ársælsson

fridrik@mbl.is

Tæplega 230 beiðnir um tjöruþvott hafa borist Vegagerðinni vegna tjörublæðingar sem varð á vegarkafla frá bæjarmörkum Akureyrar út að Þelamörk á föstudaginn fyrir rúmri viku. Þá hafa tugir lögregluskýrslna borist Vegagerðinni, en slíkar skýrslur eru fylltar út og sendar til stofnunarinnar þegar tjón á bifreiðum er meira en svo að það verði bætt með tjöruþvotti. Pálmi Þorsteinsson, þjónustustjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra, segir að vegarkaflinn hafi verið til friðs eftir að starfsmenn Vegagerðarinnar báru sand á hann, í kjölfar þess að blæðingin kom upp.

"Vinnu við klæðninguna var lokið á þriðjudegi og svo gerðist það á föstudegi að mikil umferð þungra bifreiða var á þessum kafla og glampandi sól. Allt í einu varð allt fljótandi," segir Pálmi, spurður um aðdraganda óhappsins. Hann segir að verið sé að fara yfir það núna hvað nákvæmlega hafi valdið blæðingunni, í því skyni að fyrirbyggja að óhöpp sem þetta endurtaki sig.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert