Benedikt Hjartarson sem nú syndir yfir Ermarsund hefur nú synt í tæpar sex klukkustundir og hefur lokið 17,5 km af leiðinni. Samkvæmt upplýsingum á vef sundkappans er meðalhraðinn hjá honum 3,5 km á klukkustund.
Stysta leiðin yfir Ermarsund á milli Shakespeare-strandar í Dover á Englandi og Calais í Frakklandi er 34 km en gera má ráð fyrir að Benedikt þurfi að synda heldur lengri leið, samkvæmt vef Benedikts.
Í frjálsa alfræðiritinu Wikipedia kemur fram að Ermarsund er sund í Atlantshafi á milli meginlands Evrópu (Frakklands) og eyjunnar Stóra-Bretlands og tengir Norðursjó við Atlantshafið. Nafnið kemur úr frönsku; La Manche, „ermin“. Á ensku er það kallað English Channel. Það er um 560 km langt og breiðast 240 km, en grennst 34 km, á milli borganna Dover og Calais.