Benedikt Hjartarson lagður af stað yfir Ermarsund

Benedikt Hjartarson á spjalli við Alison Streeter, drottningu Ermarsundsins, en …
Benedikt Hjartarson á spjalli við Alison Streeter, drottningu Ermarsundsins, en hún hefur synt yfir sundið alls 43 sinnum.

Benedikt Hjartarson er lagður af stað yfir Ermarsundið og hefur synt rúma mílu frá því að hann lagði af stað fyrir um klukkustund síðan. Benedikt synti frá Shakespeareströnd í Dover í Englandi en hann freistar þess að verða fyrstur Íslendinga til þess að synda yfir Ermarsund. Nafni hans Benedikt Lafleur þurfti frá að hverfa seint á sunnudagskvöld.

Benedikt Hjartarson varð fimmtugur í gær og sundið er meðal annars skipulagt til að fagna þeim áfanga. Hann hefur stundað sjósund lengi, en undirbúningur þessarar sundferðar hefur staðið í rúmt ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert