Fyrstu íslensku kartöflur sumarsins verða teknar upp í fyrramálið hjá Birki Ármannssyni, bónda í Brekku í Þykkvabæ. Kartöflunum verður strax ekið til Reykjavíkur, þeim pakkað í sérmerktar umbúðir og komið í verslanir þar sem þær verða í hillunum undir hádegið.
Fram kemur í tilkynningu frá Sambandi garðyrkjubænda kemur fram, að Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, fær fyrst að smakka á uppskeru ársins ásamt Þórhalli Bjarnasyni, formanni Sambands garðyrkjubænda og öðrum valinkunnum sérfræðingum í íslensku kartöflunni, til dæmis Hrefnu Sætran yfirkokki á Fiskmarkaðnum og Loga Ólafssyni, knattspyrnuþjálfara.
Kartöflur verða teknar upp daglega næstu vikurnar, sendar í verslanir jafn óðum, og eykst uppskeran frá degi til dags.