Eldur á Laugavegi

Slökkviðið að störfum á Laugavegi
Slökkviðið að störfum á Laugavegi mbl.is/Júlíus

Allt til­tækt slökkvilið á höfuðborg­ar­svæðinu var sent að Lauga­vegi 70 í Reykja­vík þar sem til­kynnt var um eld. Sjón­ar­vott­ur á staðnum seg­ir þykk­an reykjar­mökk stíga upp hús­inu og sterka bruna­lykt leggj­ast yfir allt. Ekki er vitað hvort ná­lægt hús verði rýmd. Njáls­gata og Laug­ar­veg­ur eru lokuð að hluta og einnig gatna­mót í kring.

Vel geng­ur að vinna slökkvistarf að sögn slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins, en ekki er vitað að svo stöddu hvort slys hafi orðið á fólki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert