Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent að Laugavegi 70 í Reykjavík þar sem tilkynnt var um eld. Sjónarvottur á staðnum segir þykkan reykjarmökk stíga upp húsinu og sterka brunalykt leggjast yfir allt. Ekki er vitað hvort nálægt hús verði rýmd. Njálsgata og Laugarvegur eru lokuð að hluta og einnig gatnamót í kring.
Vel gengur að vinna slökkvistarf að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, en ekki er vitað að svo stöddu hvort slys hafi orðið á fólki.