Hjólandi slökkviliðsmenn tóku þátt í minningarathöfn í Öskju

Hjólandi slökkviliðsmenn.
Hjólandi slökkviliðsmenn.

Slökkviliðsmennirnir hjólandi eru nú komnir fram úr áætlun, en meiningin var að hjóla frá Herðubreiðarlindum í Dreka í Öskju í dag. Þegar komið var í Dreka um klukkan þrjú í dag ákváðu hjólagarparnir að halda áfram og vinna sér í haginn fyrir framhaldið. Þeir héldu áfram inn á Gæsavatnaleið. Þar er erfitt að hjóla, þurr og djúpur sandur, þannig að menn hafa hleypt úr dekkjunum.

Afar gott veður hefur verið hjá hjólaköppunum. Það hefur nánast verið heiðskýrt, 12 stiga hiti og örlítil gola í bakið, nóg til að koma í veg fyrir að menn svitni um of, segir á heimasíðu kappanna.

Hjólagarparnir tóku þátt í minningarathöfn sem haldin var um tvo Þjóðverja, sem hurfu sporlaust við Öskju fyrir nákvæmlega hundrað árum í dag. Þegar þeir komu þangað í dag var flaggað í hálfa stöng og nokkur hópur fólks var á staðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert